ADHD og náin sambönd - opinn fræðslufundur

ADHD og náin sambönd - fræðslufundur 9. maí
ADHD og náin sambönd - fræðslufundur 9. maí

ADHD og náin sambönd - opinn fræðslufundur 9. maí kl. 20:00, þar sem Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi MA, og eiginmaður hennar, Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri, deila reynslu sinni af ADHD í parasambandinu.  

Ýmsum spurningum verður velt upp eins og:
-Hvaða áskoranir mæta pari þegar annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki?
-Hvernig er hægt að takast á við þær áskoranir til að eiga farsælt parasamband?

Farið verður yfir hvernig einkenni ADHD geta haft áhrif á pör þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki, hverjar helstu áskoranirnar í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Í lok fundarins verða opnar umræður.

Fræðslan er einkum ætluð pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki, og eru pör hvött til að mæta saman. 

Fræðslufundurinn fer fram 9. maí kl. 20:00 - 21.00 í húsakynnum ADHD samtakanna Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík á fjórðu hæð. Heitt á könnunni. Fundinum er streymt á ADHD í beinni á Facebook fyrir skráða meðlimi samtakanna. 

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2mWQeA7Vz
Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
 

Verið velkomin á fræðslufundinn!