ADHD samtökin sjá um fræðslu tíundu bekkinga á Suðurnesjunum

Verkefnið Velferðarnet Suðurnesja hefur gert samning við ADHD samtökin og býður öllum grunnskólum á Suðurnesjum fræðslu fyrir nemendur í 10. bekk.

ADHD og allt hitt er yfirskrift fræðslunnar sem leitast við að útskýra hvers vegna þeir sem eru með ADHD glíma við áskoranir í námi og daglegu lífi. Það er mikilvægt að geta sýnt skilning og nýtt sér styrkleika sína til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd.  Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi sér um fræðsluna fyrir hönd ADHD samtakanna. Verkefnið hófst í mars og viðbrögðin verið gríðarlega góð.

Í framhaldinu verður svo boðið uppá fræðslu fyrir foreldra um unglinga og  ADHD.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd