ADHD svefn og streita - fræðslufundur á Facebook

ADHD svefn og streita - opinn fræðslufundur á Facebook.
ADHD svefn og streita - opinn fræðslufundur á Facebook.

Á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Miðvikudaginn 29. apríl næst komandi kl. 19:30 verður fjallað um ADHD, svefn og streitu. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Fræðslufundirnir sem þegar hafa verið ákveðnir eru þessir - sjá nánar á Facebook viðburði fræðslufundanna:

29. apríl kl. 19:30 - ADHD, svefn og streita.

Átt þú í erfiðleikum með svefn? Finnur þú fyrir mikilli streitu? Einstaklingar með ADHD sofa að jafnaði þriðjungi minna en aðrir. Þeir safna í svefnskuld og ADHD einkenni aukast. Í fyrirlestri kvöldsins skoðar Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum hvernig má bæta svefn og minnka steitu - bæði hjá börnum og fullorðnum. Þeir sem vilja leggja spurningar fyrir Sigrúnu, nafnlaust eða undir nafni, geta sent henni spurningar hér.

6. maí kl. 19:30 - Taktu stjórnina - ADHD markþjálfun.
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

13. maí kl. 19:30 - Náin sambönd og ADHD.
Umsjón: Elín Hinriksdótir, formaður ADHD samtakanna.

Nánari upplýsingar um fræðslufundina og upptökur af fyrirlestrunum má finna á heimasíðu ADHD samtakanna - hér.

Fræðslufundirnir eru opnir öllum en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin og styrkja þannig starfsemina geta gert það hér:

https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Þá vekjum við athygli á vefverslun samtakanna, en þar er m.a. hægt að fá margskonar fikt-, leik- og þroskandi vörur og fjölda bóka sem nýst geta vel við nám og daglegt líf með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara á ýmsum vöruflokkum. Vefverslun ADHD samtakanna.