Afmælishátíð ADHD samtakanna í Iðnó sunnudaginn 2. september

Leikhópurinn Lotta mætir á svæði og Sirkus Íslands
Leikhópurinn Lotta mætir á svæði og Sirkus Íslands

Sannkölluð fjölskylduhátíð verður haldin í Iðnó sunnudaginn 2. september í tilefni af 30 ára afmæli ADHD samtakanna frá kl. 14-17.

Veislustjóri verður hin víðfræga Saga Garðarsdóttir en hún mun kynna Leikhópinn Lottu, Sirkus Íslands, Aaron Ísak, Hildi og fleiri glæsilega listamenn til leiks.

Blaðrarinn mætir á svæðið og býr til ótrúlegust muni úr gúmmíblöðrum. Sirkúsfjör verður utandyra og svo geta einhverjir kannski líka gefið öndunum brauð.

Leyfum gleðinni að ráða ríkjum - fögnum fjörugum börnum og gleðiríku fólki og þökkum fyrir margbreytileikann með gleði, söng og sprelli.

Það eru allir velkomnir, stórir sem smáir, aðgengi er aldeilis ágætt og svo kostar ekki neitt.

Bara ekki eina einustu krónu! :)

Áfram ADHD! 

ADHD samtökin í 30 ár ♥ 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/2127527603987473/?active_tab=aboutVið hlökkum til að sjá þig!