Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja tilnefnd

Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja

Bók Gunnars Helgasonar, Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja er ein af þremur bókum sem hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Auk Bannað að eyðileggja er bækurnar Afi og ég og afi eftir Dánial Hoydal og Annika Øyrabø Jacobsen og Dýrin halda þing um mengun jarðarinnar eftir Kent Kielsen.

Þessar þrjár bækur sem eru tilnefndar í ár eru allar mjög spennandi og áhugaverðar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um alvarleg málefni á hlýjan og jákvæðan hátt.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins hafa það að markmiði að efla barna- og unglingabókmenntir á vestnorræna svæðinu. Verðlaunaféð er 60.000 DKK eða um 1.200.000 íslenskar krónur og opna verðlaunin tækifæri fyrir höfunda til að koma verkum sínum á framfæri í fleiri löndum. Verðlaunin verða afhent haustið 2022.

ADHD Samtökin óska Gunnari til hamingju með tilnefninguna og af því tilefni bjóða samtökin 20% afslátt af bókinni næstu tvær vikurnar, upphaflegt verð bókarinnar var 4.750.- og er hún nú á 3.800.-, bókina er hægt að nálgast hér