Athygli já takk Samevrópsk vitundarvika 18-25 september

Borgarstjórinn tekur við endurskinsmerkjum
Borgarstjórinn tekur við endurskinsmerkjum

Í dag hófst samevrópska ADHD vitundarvikan sem við hér hjá ADHD samtökunum höfum kosið að leiða undir slagorðinu “ATHYGLI,  JÁ TAKK”.

Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning  við fólk með ADHD með opinskárri og skammarlausri umfjöllun.  Auk þess veita ýmsar  upplýsingar ADHD.   Ennfremur verður lögð áhersla á hversu mikilvægt er að einstaklingar með ADHD mæti skilningi og njóti stuðnings í samfélaginu, því stuðningur skapar sigurvegara.

ADHD samtökin hafa látið útbúa fyrir sig endurskinsmerki með teikningum Hugleiks Dagssonar sem seld verða til fjáröflunar .    Allur ágóði þeirra rennur óskiptur til ADHD samtakanna og fer í að efla starfsemi og þjónustu við einstaklinga með ADHD.  Merkin eru nú þegar komin í sölu í öllum verslunum Krónunnar og eru einnig til sölu á vef samtakanna.  ADHD samtökin hvetja alla til þessa að kaupa endurskinsmerkin og breiða út boðskapinn til ættingja og vina.

Málþing verður haldið föstudaginn 23. September undir yfirskriftinni Nýjar lausnir – ný sýn.  Þar verða kynnt verkefni sem sveitarfélögin hafa staðið að til bættrar þjónustu við börn með ADHD.  Sýnd verða myndbönd um ungmenni með ADHD og kynnt verður Fókus sjálfshjálparforrit  fyrir fullorðna með ADHD.  Nánari dagskrá málþingsins er að finna áwww.adhd.is nýrri  vefsíðu samtakanna sem við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér.  Þar má líka  finna fjóra nýja bæklinga um ADHD og ýmsan gagnlegan fróðleik.