Bæklingurinn

Nýr fræðslubæklingur er nú kominn út hjá ADHD samtökunum en hann nefnist "Unglingar & ADHD". Höfundar hans eru Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur. Í bæklingnum eru upplýsingar um birtingarmyndir röskunarinnar, þróun einkenna, ADHD og nám, hegðunarvanda á unglingsárum, fíkniefnaneyslu og ADHD og samskipti foreldra og unglings.

Upplýsingabæklingurinn er fáanlegur á skrifstofu ADHD samtakanna. Hann er einnig aðgengilegur hér á vefnum

Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu. Þeir fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi, starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Ef yfirfærðar eru erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að um 10.000 fullorðnir og 6.000 börn á Íslandi séu með ADHD.

Áður útgefnir bæklingar ADHD samtakanna eru m.a.;

ADHD utan skólastofunnar Upplýsingabæklingur fyrir allt starfsfólk grunnskóla

Hvað er ADHD? Útskýrir í stuttu máli einkenni ADHD og möguleg úrræði

• Co To Jest? Pólsk útgáfa grunnbæklings um ADHD

Börn og ADHD Útskýrir helstu einkenni hjá börnum, greiningu og meðferðarúrræði

Stúlkur og ADHD Útskýrir hvernig einkenni ADHD birtast hjá stúlkum, en þau eru gjarnan ólík birtingamyndinni hjá drengjum. Þá er einnig fjallað um greiningu og meðferðarúrræði

Fullorðnir og ADHD Útskýrir helstu einkenni á fullorðinsárum, segir frá meðferðarúrræðum

Alla bæklingana má fá á skrifstofu ADHD samtakanna, auk þess sem finna má þá HÉR á heimasíðunni.

Skilningur skiptir máli - Stuðningur skapar sigurvegara!