Betra líf með ADHD - Fly me to the moon!

Fly me to the moon - betra líf með ADHD.
Fly me to the moon - betra líf með ADHD.

Betra líf með ADHD - Fly me to the moon! ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og betra líf, miðvikudaginn 17. apríl nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD, nánu samferðafólki og öðrum áhugasömum um ADHD og betra líf.

Daglegt líf með ADHD getur sannarlega verið áskorun. Á spjallfundinum skoðum við hvernig vinna má með þessar áskoranir daglegs lífs og jafnvel vekja gamla drauma til lífs! Við skellum á okkur linsum  ADHD markþjálfunar og skoðum hvernig má takast á við ADHD og njóta þess. Umsjónarmaður fundarins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bækling samtakanna og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrá vorannar 2019 hér: Spjallfundir ADHD samtakanna vorið 2019.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.