Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik,

Björgvin Páll Gústavsson     /MYND: dv.is
Björgvin Páll Gústavsson /MYND: dv.is

Neðangreind frétt birtist á dv.is 08.apríl 2013

„Ég var virkur, mikil orka í mér, og beindi henni á rangar brautir. Átti erfitt með skap og fleira,“ sagði markvörður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, Björgvin Páll Gústavsson, í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem greint var frá því að hann hefði þurft að vera inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands í sex vikur í æsku. „Manni leið bara ekki vel og fann einhverja aðra leið til að líða vel og lenda ekki undir.“

Björgvin Páll sagði handboltann hafa bjargað lífi sínu í viðtalinu en móðir hans sagði ýmis vandamál hafa komið upp varðandi Björgvin í æsku. Hann hafði látið ófriðlega og brotið rúður í skólanum þegar hann var sendur á geðdeildina. Eftir rannsóknir þar var mælst til þess að hann yrði settur á róandi lyf sökum ofvirkni. Móðir hans neitaði þó að setja hann á lyfin og var viss um að það væru aðrar leiðir færar svo Björgvin gæti nýtt þessa orku sína til góðs. Það var þá sem Björgvin Páll byrjaði í handbolta.

„Þetta var auðvitað erfiður tími. Handboltinn bjargaði mér en það eru ekki allir sem hafa íþróttir til að bjarga sér,“ sagði Björgvin sem hefur verið gerður að verndara samtakanna Lífsýn sem bjóða upp á sjálfstyrkingu og stuðningsúrræði fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Björgvin Páll sagði í viðtalinu veruna inni á geðdeild hafa verið verið ákveðna vakningu fyrir sig. Hann segir veruna hafa verið erfiða því honum fannst hann ekki eiga heima þarna, heldur börnin sem átti í við meiri vandamál að stríða heldur en hann og þótti honum vanta einhverskonar millibilsástand í þessum málaflokki. „Kannski er þetta svarið við því,“ sagði Björgvin Páll um Lífsýn.

Sjá nánar á dv.is

Umföllun Íslands í dag