Calmer eyrnartappar

ADHD Samtökin hafa tekið til sölu Calmer eyrnatapanna sem eru tappar sem settir eru í eyru en ólíkt hefðbundnum eyrnatöppum þá loka þeir ekki á öll utanaðkomandi hljóð heldur hjálpar hönnunin við að vinna bug á truflandi og streitu vandandi hljóðum í umhverfinu.

Tapparnir valda því ekki skerðingu á vitund á umhverfi notandans heldur minkun áreitis. Gríðarlegur kostur við tappanna er að það er enginn rafeindabúnaður í þeim og því krefjast þeir ekki hleðslu heldur eru þeir alltaf til í öllum aðstæðum. Hvort sem það er útivið, þar sem hávaði er af umferð eða framkvæmdum eða í lokuðum rýmum s.s. skólastofum og/eða vinnustöðum.

Eyrnatapparnir hafa reynst vel fyrir þá sem eru með næma heyrn, einhverfu og ADHD. Tappanna er hægt að finna hér á vefverslun samtakanna og er hægt að finna þá í ýmsum stærðum, litum og gerðum.