Ekki taka lyf sem ekki hefur verið ávísað á þig

Af gefnu tilefni þá vilja ADHD samtökin benda fólki á að ekki sé rétt að prófa lyfseðilsskyld ADHD lyf sem hafa verið ávísuð öðrum. Skammtastærðir og tegundir lyfja gætu verið hættulegar öðrum en þeim sem lyfið hefur verið ávísað á.