Elín H. Hinriksdóttir kjörin formaður ADHD samtakanna

Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari var kjörin formaður ADHD samtakanna á aðalfundi sem haldinn var í vikunni. Elín tekur við formennsku af Björk Þórarinsdóttur sem starfað hefur í stjórn samtakanna um árabil, bæði sem gjaldkeri og varaformaður og sem formaður síðastliðin 4 ár. Björk situr áfram í stjórn ADHD samtakanna sem gjaldkeri.

María Sif Daníelsdóttir og Björg Reahaug Jensdóttir hættu í stjórn samtakanna.

Stórn ADHD samtakanna 2014-2015 er þannig skipuð:

Aðalmenn

  • Elín Hoe Hinriksdóttir, formaður
  • Sigurvin Lárus Jónsson, varaformaður
  • Drífa Björk Guðmundsdóttir, ritari
  • Björk Þórarinsdóttir, gjaldkeri
  • Elín Hrefna Garðarsdóttir, meðstjórnandi
  • Ellen Calmon, meðstjórnandi
  • Vilhjálmur Hjálmarsson, meðstjórnandi
Varamenn:
 
  • Sigríður Stephensen Pálsdóttir
  • Snorri Páll Haraldsson
Félagslegir endurskoðendur / skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Kristjana Ólafsdóttir og Ólafur Torfason.
 
Starfsemi ADHD samtakanna var mjög blómleg árið 2013 og setti 25 ára afmæli samtakanna og viðburðir því tengdir, svip sinn á alla starfsemina. Nefna má tveggja daga afmælisráðstefnu samtakanna í október, afmælishátíðir á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu, útgáfu bóka, fréttabréfa og upplýsingabæklinga og öfluga vitundarvakningu og upplýsingaherferð í vitundarmánuði.
 
Þá var rekstur samtakanna árið 2013 í takti við áætlun en annað árið í röð var reksturinn réttu megin við núllið.