Endurmenntun HÍ: PEERS training

Endurmenntun Háskóla Íslands býður í desember upp á þriggja daga námskeið fyrir fagfólk sem vill sérhæfa sig í félagsfærniþjálfun fyrir unglinga (11 - 18 ára) með ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.

Námskeiðið fer fram dagana 9. til 11. desember klukkan 9-17 alla dagana. Námskeiðið er opið öllum en þeir fagaðilar sem uppfylla menntunarskilyrði fá réttindi til að halda 14 vikna PEERS félagsfærniþjálfunarnámskeið fyrir unglinga með áðurnefndar raskanir, sem telst vera gagnreynd aðferð.

Kennsla fer fram á ensku. Hér er í boði einstakt tækifæri fyrir fagfólk á félags-, mennta- og heilbrigðissviði.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið og SKRÁNING