Endurskinsmerki ADHD 2017 afhent

Afhending fyrstu merkjanna í Fjölbraut við Ármúla
Afhending fyrstu merkjanna í Fjölbraut við Ármúla

 

Fjöldi viðburða er á dagskrá á vegum ADHD samtakanna nú í október, alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði, líkt og fyrri ár. Nýtt endurskinsmerki ADHD kom út í dag og voru fyrstu merkin afhent nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Bók Sólveigar Ásgrímsdóttur, sálfræðings, Ferðalag í flughálku - Ungingar og ADHD kemur út síðar í mánuðinum. Í lok október efna ADHD samtökin svo til málþings um ADHD og ungmenni.

 

 

 

• ENDURSKINSMERKI:
Formleg afhendingu endurskinsmerkis ADHD samtakanna árið 2017 fór fram í matsal Fjölbrautaskólans við Ármúla í hádeginu. Þetta er áttunda árið sem ADHD samtökin selja endurskinsmerki í þágu starfseminnar en merkjasalan markar upphaf ADHD vitundarmánaðar. Sem fyrr á Hugleikur Dagssson teikninguna á merkinu. Sala endurskinsmerkjanna hefst um næstu helgi, í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri. Þá munu sölumenn ganga í hús víða um land og bjóða merkin til sölu. Merkin verða til sölu á á skrifstofu ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík og á vefnum www.adhd.is
Allur söluágóði rennur til ADHD samtakanna.

KAUPA ENDURSKINSMERKI

• BÓKAÚTGÁFA:
ADHD samtökin gefa um miðjan mánuðinn út bók um ADHD og unglinga en bókin heitir „Ferðalag í flughálku“. Höfundur er Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður á Stuðlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum.
Höfundi bókarinnar þótti skorta bók um ADHD og unglinga. Bókin er fyrst og fremst ætluð foreldrum og forráðamönnum ungmenna með ADHD og ungmennunum sjálfum.
Segja má að Þorstein Eyþórsson eða „Steini“ hafi tryggt fjárhagslegan grundvöll bókarinnar. Hann hjólaði hringinn kringum landið, safnaði áheitum og færði ADHD samtökunum að gjöf.
Bókin verður fáanleg á skrifstofu ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík og á vef samtakanna, www.adhd.is

• MÁLÞING:
ADHD samtökin efna til málþings föstudaginn 27. október á Hótel Hilton Nordica.
Málþingið hefst klukkan 12:00 og stendur til klukkan 16:00.
Yfirskrift þess er; Ferðalag í flughálku.
Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Meðal fyrirlesara verða Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, Bóas Valdórsson, sálfræðingur í MH, Anna Kristín Newton, sálfræðingur og Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík.
Almennt verð er kr. 3.500,- en félagsmenn ADHD samtakanna greiða kr. 2.500,-
Í skráningargjaldi eru innifaldar léttar veitingar.
Sérstakur afsláttur verður veittur vegna skráningar hópa, t.a.m. frá grunnskólum og framhaldsskólum.

                       



Senda póst til ADHD samtakanna