Endurskinsmerki ADHD 2017 - Sala um helgina

Sala endurskinsmerkja ADHD samtakanna stendur nú sem hæst. Sölufólk býður merkin í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri um helgina. Þá er sölufólk víða um land, m.a. á Blönduósi, Sauðárkróki, Akranesi, í Borgarnesi og víðar.

Við þökkum fyrir afar góðar móttökur og allan þann stuðning sem samtökunum er sýndur.

Ennfremur er hægt að kaupa merkin á vef ADHD samtakanna.

 

  Þessi unga og fallega stelpa keypti fyrsta endurskinsmerkið á sölubásnum okkar í Smáralind.

  Hún greiddi meira að segja fyrir merkið úr eigin vasa.

  Takk fyrir stuðninginn.

Senda póst til ADHD samtakanna