Endurskinsmerki ADHD samtakanna - Athygli, já takk!

Veldu þér þitt endurskinsmerki á vef ADHD samtakanna.
Veldu þér þitt endurskinsmerki á vef ADHD samtakanna.

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og með ýmsum hætti, vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.

Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ófremdarástand sem í þeim málum ríkir hér á landi, en bitími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár.  Lýkur mánuðnum með opnu málþingi samtakanna um þau málefni þann 27. október undir yfirskriftinni - Þú ert númer 1250 í röðinni... ADHD - greining, meðferð og lyf. 

Venju samhvæmt eru endurskinsmerki ADHD samtakanna, teiknuð af Hugleiki Dagssyni seld í fjáröflunarskini fyrir samtökin í októbermánuði ár hvert og er þetta ein helsta fjáröflun samtakanna. Endurskinsmerkin eru seld víða um land, bæði í heimahúsum, á torgum og við fjölda útsölustaða Bónuss og í vefverslun ADHD samtakanna.  Endurskinsmerki kostar kr. 1.500,- og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna.

Nú er því rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. 

Athygli - já takk!