ADHD greiningarferli barna og fullorðinna

Opinn spjallfundur á Reyðarfirði 24. mars kl. 20:00
Opinn spjallfundur á Reyðarfirði 24. mars kl. 20:00
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með þeim Sigurlínu H. Kjartansdóttur sálfræðingi og Steinunni Ástu Lárusdóttur sálfræðingi. Fjallað verður um ADHD greiningar hjá fullorðnum og börnum. Fundurinn fer fram á REYÐARFIRÐI að Austurbrú, Búðareyri 1. miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir!
 
"Hvernig kemst ég í ADHD greiningu? en barnið mitt?"
Þær Sigurlín og Steinunn sálfræðingar munu leggja inn fræðslu um það hvernig hægt er að bera sig að þegar grunur vaknar um ADHD, hverju þarf að huga að áður en greining getur farið fram, svo sem svefni, næringu, skjánotkun, áfölllum og öðrum þáttum sem geta gefið svipuð einkenni og ADHD.
Í þessu erindi á fundinum verður einnig farið í gegnum hvað er gott að hafa í huga þegar farið er af stað inn í greiningarferlið og hver munurinn er á ólíkum leiðum sem hægt er að fara, eins og innan skólakerfisins, ADHD teymis Landspítala eða á einkastofunum.
Sigurlín H. Kjartansdóttir, yfirsálfræðingur á HSA frá 2018. Sigurlín útskrifaðist frá HÍ með réttindi sálfræðings árið 2005 og er í dag sérfræðingur í klínískri sálfræði með réttarsálfræði sem undirgrein frá árinu 2015. Sigurlín H. Kjartansdóttir, yfirsálfræðingur á HSA frá 2018. Sigurlín útskrifaðist frá HÍ með réttindi sálfræðings árið 2005 og er í dag sérfræðingur í klínískri sálfræði með réttarsálfræði sem undirgrein frá árinu 2015.
Sigurlín starfaði á geðsviði LSH frá árinu 2005, fyrst innan áfengis- og vímuefnasviðs, svo réttar- og öryggisgeðsviðs, var á BUGL í eitt ár og tók svo við starfi sem teymisstjóri í ADHD teymi og einhverfuteymi fullorðinna á geðsviði LSH árin 2014 til 2018.
Steinunn Ásta Lárusdóttir, sálfræðingur á Skólaskrifstofu Austurlands. Steinunn útskrifaðist árið 2015 með BA próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og með cand.psych. gráðu frá háskólanum í Árósum í Danmörku árið 2017, með áherslu á þjónustu við börn og ungmenni. Steinunn hefur starfað við greiningar og ráðgjöf hjá Skólaskrifstofu Austurlands frá árinu 2017.
 
Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
 
Við bendum á umræðuhópinn "ADHD Austurland" þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD.
Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu.
 
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
 
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni!