Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD

Við minnum á námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD sem haldið verður laugardagana 14. og 28. apríl í Reykjavík en boðið er upp á námskeiðið með fjarfundi víðs vegar um landið sé þess óskað. Markmiðið með námskeiðinu er að foreldrar fræðist um ADHD, hvað er ADHD og hvað veldur því? Líðan barna með ADHD og ýmis hagnýt úrræði sem nýtast á heimili og í tengslum við skólastarf. Félagar í ADHD samtökunum fá afslátt á námskeiðið.

Skráning fer fram hér: http://www.adhd.is/is/fraedsla-og-namskeid/namskeid/skraning-fyrir-foreldra-barna-med-adhd