Ertu listamaður með ADHD?

Ertu listamaður með ADHD?

Viltu láta gott af þér leiða?

Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og í tilefni þess ætla ADHD samtökin að standa fyrir listmunauppboði hjá Gallerí Fold.

Markmiðið er að safna fé til styrktar samtökunum og verður öllum ágóða varið í að vinna að málefnum einstaklinga með ADHD og fjölskyldna þeirra. Meðal fastra verkefna ADHD samtakanna er fræðsla, bæði í formi námskeiða og útgáfu bæklinga, ásamt upplýsingagjöf og hagsmunabaráttu í þágu einstaklinga með ADHD. Mikið úrval námskeiða er í boði bæði fyrir almenning, foreldra/aðstandendur, skóla og stofnanir. ADHD samtökin hafa ávallt fylgt þeirri stefnu að halda þáttökugjöldum í lágmarki og bjóða alla bæklinga sem samtökin gefa út endurgjaldslaust.

Á vef Gallerí Fold fer fram listmunauppboði í þágu ADHD samtakanna og fer það fram á www.myndlist.is . Seld verða myndlistaverk, grafík, prent, ljósmyndir, keramik, textíl eða aðrir listmunir.

Til að geta haldið áfram því góða starfi sem samtökin standa fyrir leitum við til þín/ykkar.

Átt þú listaverk eða listmun sem myndi nýtast okkur?

 

Vinsamlegast hafið samband í síma 581-1110 eða elin@adhd.is