Eurovisionpottur rataði til ADHD samtakanna

Þórhallur, Kristján og Ellen
Þórhallur, Kristján og Ellen

Framkvæmdastjóri ADHD samtakanna Ellen Calmon tók gleðilega á móti samstarfsfélögunum Þórhalli og Kristjáni síðastliðinn föstudag. Félagarnir starfa hjá Capacent og hafði verið stofnað til veðmála um hvaða sæti Ísland myndi verma í Eurovision söngvakeppninni. Var svartsýni þeirra félaga samtökunum til happs er þeir veðjuðu á sæti neðarlega á listanum. Þeir unnu pottinn sem var um kr. 18.000.- og færðu samtökunum pottinn. Margt smátt gerir eitt stórt og þökkum við Þórhalli og Kristjáni kærlega fyrir gjöfina! :)