Falleg hugsun og fjárstyrkur

Þór J. Þormar leikstjóri afhenti styrk Leikhópsins
Þór J. Þormar leikstjóri afhenti styrk Leikhópsins

Fulltrúar Leikhópsins afhentu í dag ADHD samtökunum fjárstyrk en um er að ræða aðgangseyri á tónleika sem Leikhópurinn efndi til á dögunum. ADHD samtökin færa Leikhópnum hjartans þakkir fyrir stuðninginn við málstað samtakanna og allra þeirra einstaklinga sem í hlut eiga og ekki síst þann hlýhug sem hópurinn sýnir í verki.

Leikhópurinn er nafnlaus leikhópur sem starfar í Húsinu - ungmennahúsi að Staðarbergi 6 í Hafnarfirði. Leikhópurinn efndi til tónleika í febrúar og flutti þar lög úr söngleiknum Grease. Leikhópurinn óskaði eftir að ágóðinn rynni til starfsemi ADHD samtakanna og afhenti Þór J.Þormar, atburða- og leikstjóri hópsins Þresti Emilssyni, framkvæmdastjóra ADHD samtakanna styrkinn í dag.

Myndir frá tónleikum Leikhópsins

Leikhópinn skipa talið frá vinstri: Fríða Sædís, Gunnar, Helgi Fannar, Ásdís, Þór og Bryndís. 

 

Húsið – ungmennahús er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Húsið er staður sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu. Starfið snýst um að ungt fólk hafi greiðan aðgang að aðstöðu til að sinna eigin hugpðarefnum. Húsið er í Staðarbergi 6 en hafði áður verið í Mjósundi 10 undir heitinu Gamla bókasafnið.  Verkefni eins og Vinaskjól, Súrefni, Hópastarf starfsbrautar og Verkherinn er starfandi í Húsinu. Meginmarkmið er að reyna að virkja unga fólkið til félagslegra athafna og koma í veg fyrir aðgerðaleysi og félagslega einangrun. Húsið er opið tvisvar í viku fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára, einnig er möguleiki að fá húsnæðið að láni um helgar.

Vefsíða Leikhópsins

Nánar um Húsið