Ferðalag í flughálku - Málþing ADHD

ADHD samtökin efna til málþings á Hótel Hilton Nordica, föstudaginn 27. október undir yfirskriftinni "Ferðalag í flughálku". Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu ungmenna með ADHD. Hvernig er staðan í dag og hvaða úrræði eru í boði?

Dagskrá málþingsins er HÉR

Meðal fyrirlesara eru Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar "Ferðalag í flughálku" sem ADHD samtökin gáfu út nú í Alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði, Margret Gísladóttir, Dr. í geðhjúkrunarfræði, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík og Bóas Valdórsson, sálfræðingur við MH.

FARA Á SKRÁNINGARSÍÐU

Félagsmenn ADHD samtakanna greiða kr. 2.500, - en aðrir kr. 3.500,-.

Inni í málþingsgjaldi eru veitingar.

 

Staður:   Hótel Hilton Nordica - 2. hæð
Dags.:   Föstudagur 27. október 2017
Tími:            Kl. 12:00 - 16:00
Verð félagsmenn ADHD:   kr. 2.500,- 
Verð aðrir:   kr. 3.500,-
    Afsláttur er veittur fyrir hópa
     

 

 Senda póst á ADHD