Flottir sölumenn

Við fengum skemmtilega heimsókn í gær. Þessir ungu herramenn, Davíð Aron og Gunnar Örn Utley, komu á skrifstofuna til okkar hjá ADHD samtökunum að ganga frá armbandasölunni sinni. Þeir létu sér ekki nægja að selja fyrir okkur armbönd heldur gáfu þeir líka samtökunum sölulaunin sín!

ADHD samtökin þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.