Fræðsla og námskeið á Egilsstöðum

ADHD samtökin bjóða nú á haustdögum upp á fræðslu og námskeið á Egilsstöðum.

Boðið verður up á GPS-sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur og stráka í 8. til 10. bekk grunnskóla og fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD.

Skráning er hafin á vef samtakanna.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður á hvert námskeið.


Taktu stjórnina: 25. október & 7. nóvember

ADHD samtökin bjóða á fræðslunámskeið og ráðgjöf á Egilsstöðum fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir, laugardagana 24. október og 7. nóvember 2015. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Markmið námskeiðsins
Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.

Nánari upplýsingar og skráning


GPS Stelpur: 25. október - 8. nóvember

ADHD samtökin bjóða í október upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 8. til 10.bekk, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Fyrirhugað er að halda námskeiðið á Egilsstöðum dagana 25. október til 8. nóvember 2015. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi þætti:

  • Almenn fræðsla um ADHD
  • Lærðu að þekkja þitt ADHD
  • Skipulagning, námstækni og námsaðferðir
  • Félagsfærni
  • Kynvitund
  • Lífsstíll
  • Áhættuhegðun
  • Ábyrgð og stuðningur

Nánari upplýsingar og skráning


GPS Strákar: 22. nóvember - 5. desember

ADHD samtökin bjóða í október upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 8. til 10.bekk, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Fyrirhugað er að halda námskeiðið á Egilsstöðum dagana 22. nóvember til 5. desember 2015. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi þætti:

  • Almenn fræðsla um ADHD
  • Lærðu að þekkja þitt ADHD
  • Skipulagning, námstækni og námsaðferðir
  • Félagsfærni
  • Kynvitund
  • Lífsstíll
  • Áhættuhegðun
  • Ábyrgð og stuðningur

Nánari upplýsingar og skráning