Fræðslufundur á Egilsstöðum - Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD

Öll velkomin á fræðslufund ADHD Austurland á Egilsstöðum
Öll velkomin á fræðslufund ADHD Austurland á Egilsstöðum

ADHD Austurland boðar til fræðslufundar á Egilsstöðum - Félagsleg samskipti fullorðinna 9. nóvember kl.19:00-20:00, í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Á þessum fræðslufundi fer Elín Hoe Hinriksdóttir sérfræðingur hjá ADHD samtökunum yfir félagslega samskipti fullorðinna einstaklinga með ADHD.

Veitt verður stutt fræðsla um ADHD röskunina og birtingarmyndir hennar. Félagsleg samskipti snúast um samskipti við aðra bæði vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Á því sviði standa einstaklingar með ADHD oft frammi fyrir talsverðum áskorunum. Farið verður yfir hvernig hægt er að takast á við þessar áskoranir, hvaða styrkleika hægt er að nýta sér og kynnt ýmis bjargráð.

Veitt verður svigrúm til umræðna.

Hlekkur að facebook viðburðinum má finna hér: https://fb.me/e/5rm5KY0DU

Hlekkur til að skrá sig sem félagsmaður: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Öll velkomin!