Fræðslufundur Eyjum - ADHD og parasambönd

25. maí kl. 20:00-21:00
Fræðslufundur í Eyjum - ADHD og parasambönd

Farið verður í birtingamyndir jákvæðra og neikvæðra samskipta í samböndum fólks með ADHD, sem og mikilvægi þekkingar á röskuninni, þá fyrir báða aðila í sambandinu. Skoðað verður hvernig hægt er að takast á við áskoranir með jákvæðum hætti til að bæta samskipti.

Fræðslufundurinn fer fram 25. maí kl. 20:00 - 21.00. Staðsetning auglýst síðar. Heitt á könnunni.

Sigrún Jónsdóttir ADHD og einhverfu markþjálfi sér um fræðslu og stýrir fundinum.

Til að skrá á facebook viðburðinn og fáðu áminningu: https://www.facebook.com/ADHDeyjar

Til þess að skrá sig í ADHD samtökin smellið á hlekkinn: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd