Fræðslufundur - Nýtt ADHD teymi Heilsugæslunnar fyrir fullorðna

Jón Ólafur Ólafsson, teymisstjóri Geðheilsuteymis HH - ADHD Fullorðinna mætir til okkar og segir okkur frá nýstofnuðu teymi Heilsugæslunnar en það hóf starfsemi í febrúar á þessu ári en þó að teymið sé nýtt þá er það að taka við uppsöfnuðum vanda úr heilbrigðiskerfinu þ.á.m. biðlista. Ljóst er að margir eru óvissir um hvert hlutverk nýs teymis er, hver er stefnan um minnkun biðlista, hvað hefur mögulega orðið um umsókn þeirra og eða/langar einfaldlega að vita hvernig greiningarferlið gengur fyrir sig. Að lokinni kynningu gefst tækifæri til að spyrja spurninga.
 
Fundurinn verður í Seljakirkju og beinu streymi til félagsmanna ADHD samtakanna í facebook hópnum ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/613013522504922
Seljakirkja opna klukkan 19:40 og fundurinn byrjar klukkan 20:00. Heitt á könnunni.
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á heimasíðu samtakanna: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
 
Hægt er að melda sig á viðburðinn og fá frekari upplýsingar á facebook viðburði fundarinns: https://fb.me/e/9od9NOwjZ