Fræðslufundur í kvöld - Úlfatíminn

Við minnum á fræðslufundinn í kvöld klukkan 20:00. Hvaða foreldri kannast ekki við erfiðleikana og pirringinn sem skapast hjá börnum eftir að leikskóla lýkur og fram að háttatíma? Þetta er svokallaður úlfatími. Skapsveiflur, pirringur, hegðunarerfiðleikar og þessháttar eru ekki óalgengir hjá börnum á þessum tímapunkti og sérstaklega börnum með ADHD. Að versla í matinn, elda, borða, baða, bursta tennur, koma barninu í rúmið og svæfa er eilíf barátta. Þetta reynir á þolinmæðina og getur verið gríðarlega krefjandi tími. Hvernig er hægt að draga úr þessum árekstrum? 

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkur góð ráð og aðferðir sem hægt er að nota til að létta heimilislífið og skapa jákvæðar samverustundir. Fundurinn fer fram í húsakynnum samtakanna Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð. Heitt á könnunni.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2dHbCfkdc

Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Verið velkomin á fræðslufundinn!