Fræðslufundur um innleiðingu Vestmannaeyjabæjar á nýjum farsældarlögum

Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Með lögum þessum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið eða málastjóra í nærumhverfi barnsins, gert er ráð fyrir að börn og fjölskyldur geti snúið sér til tengiliðar eða málstjóra sem leiði málið áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára.

Vestmannaeyjabær hefur unnið að innleiðingu laganna og er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum landsins og því komið vel af stað með innleiðinguna.  Á þessum fyrsta spjallfundi vetrarins mun Silja Rós Guðjónsdóttir yfirfélagsráðgjafi segja okkur allt um þessi nýju lög og hvernig unnið er eftir þeim. 

Fundurinn verður mánudaginn 24. október klukkan 19.30 í fundarherbergi íþróttamiðstöðvarinnar.

Mætum og bjóðum vinum með og byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Íslandi

Skráðu þig á viðburðinn á Facebook og fáðu áminningu: https://fb.me/e/34xtpKiZS

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt