Fræðslufyrirlestur: ADHD og fjármál

ADHD samtökin bjóða upp á fræðslufyrirlestur um ADHD og fjármál, mánudaginn 4. apríl. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi fjallar um fjármálahegðun, með sérstöku tilliti til einstaklinga með ADHD, leiðir og lausnir. Fyrirlesturinn verður í Háskólanum í Reykjavík, sal V102 og hefst klukkan 20:00.

Verð fyrir félagsmenn er krónur 500,- en kr. 1.500,- fyrir aðra.

Skráning fer fram á vef ADHD.

 

SKRÁNING HÉR

Hægt er að skrá sig og greiða við innganginn

 

ADHD og fjármál

  • Mánudagur 4. apríl 2016
  • Klukkan 20:00
  • HR - Salur V102