Fræðslufyrirlestur miðvikudaginn 23. maí 2012

 

 Fræðslufyrirlestur miðvikudaginn 23. maí 2012

Viltu einfalda lífið, læra að skipuleggja þig og muna hvað þú átt að gera næst? Lærðu að nýta símann þinn

Farsímar og snjallsímar geta gefist einstaklingum með ADHD mjög vel ef þeir kunna að nýta sér símana til hins ýtrasta. Páll Einarsson hefur sótt sér smáforrit og kynnt sér vel möguleika símans til að skipuleggja sig og ná betri tökum á lífinu.

Páll tók þátt í samnorrænu verkefni um að hanna smáforrit fyrir snjallsíma sem hentað gæti fólki með ADHD til að nýta sér símana betur. Stefnt er að því að þróa það verkefni enn frekar.

Hvað er APP? Geta allir notað APP? Hvernig síma þarf maður að hafa? Hvar er hægt að nálgast APP á einfaldan og ódýran máta? Hver er framtíðin og hvernig APP er verið að þróa fyrir fólk með ADHD?

Allt um þetta og meira til á miðvikudaginn :)

Fyrirlesari er Páll Einarsson hönnuður

Staður og stund: Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg, miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00

Hvað kostar? Ókeypis fyrir félaga í ADHD samtökunum og þeir mega taka með sér einn gest :)

Skráning fer fram hér

Skráning fer einnig fram í síma 581 1110 alla virka daga á milli kl. 11 og 15.

Gjald fyrir aðra er kr. 500.

Gerast félagsmaður hér