Fræðslufyrirlestur: Þjónusta við börn með ADHD - staða og stefna

Hvernig er þjónustu fyrir börn með ADHD háttað í dag? Hver er stefnan? Hvað viljum við sjá betur gert?

ADHD samtökin bjóða upp á fræðslufyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju þriðjudaginn 10. febrúar undir yfirskriftinni "Þjónusta við börn með ADHD og skyldar raskanir: Staða og stefna". Þar mun Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslunnar fjalla um fjalla um þjónustu við börn með ADHD á Íslandi, bæði út frá því hvernig hún er og hvernig hún ætti að vera, að hennar áliti.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlesari: Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslunnar.
Staður og stund: Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20:00
Hvað kostar? Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig vegna takmarkaðs sætaframboðs.

Skráning er HÉR og einnig með tölvupósti á adhd@adhd.is