Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna: Laus sæti

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið laugardagana 8. og 15. mars. Skráning er í fullum gangi.

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi:
Hvað er ADHD? Fyrirlesari: Páll Magnússon sálfræðingur
ADHD og nám Fyrirlesari: Haukur Örvar Pálmason sálfræðingur
Líðan barna með ADHD Fyrirlesari: Hrund Þrándardóttir sálfræðingur
Samskipti innan fjölskyldna barna með ADHD Fyrirlesari: Bóas Valdórsson sálfræðingur
Lyfjameðferð við ADHD Fyrirlesari: Ólafur Ó. Guðmundsson barna og unglingageðlæknir
Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert? Fyrirlesari: Dagmar K. Hannesdóttir sálfræðingur

Hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD.

SKRÁNING HÉR

Senda fyrirspurn til ADHD samtakanna