Framúrskarandi vel heppnuð afmælisráðstefna ADHD samtakanna

Ari Tuckman með erindi á ráðstefnunni.
Ari Tuckman með erindi á ráðstefnunni.

Í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna var blásið til veglegrar tveggja daga alþjóðlegrar afmælisráðstefnu í samstarfi við ADHD Europe, þann 26. og 27 október síðastliðinn. Yfirskriftin var Betra líf með ADHD en eins og nafnið gefur til kynna var lögð áhersla á hvernig hægt er að vinna með þær áskoranir sem röskunin veldur en ekki síður ýta undir og hámarka styrkleika einstaklinga með ADHD.

Mikil breidd var í dagskránni og spannaði hún ADHD á öllum sviðum lífsins allt frá leikskóla og upp á efri ár. Fjölmargir fyrirlesarar komu fram og að öðrum ólöstuðum ber að nefna að fengnir voru sex erlendir fyrirlesarar í fremstu röð sérfræðinga í ADHD röskuninni.

Þátttakendur voru hæstánægðir með afmælisráðstefnuna, lofuðu fræðandi fyrirlestra og glæsilega dagskrá.