FRESTAÐ - Ísafjörður Fræðslufundur - Sjónrænt skipulag

Fræðslufundurinn sjónrænt skipulag sem átti að fara fram í kvöld hefur því miður verið frestað vegna veðurs. Fundurinn hefur þess vegna verið færður til 15. maí kl.20.00 og verður haldinn í Vesturafli á Suðurgötu 9, Ísafirði. Eins og áður mun Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fara yfir nokkrar aðferðir og leiðir sem hægt er að nota til að kenna, þjálfa og styðja við daglegar rútínur. Þær henta vel ef erfitt er að fá barnið til að fylgja fyrirmælum og skapa ramma og rútínu. Börn með ADHD eiga iðulega erfitt með að skilja og fylgja eftir munnlegum fyrirmælum en hafa þess í stað sjónræna styrkleika. Þegar þjálfa á daglegar venjur og fá barnið til að fylgja þeim getur sjónrænt skipulag komið að góðum notum.
 

Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Verið velkomin á fræðslufundinn!