Fróðlegur fundur í Reykjanesbæ

MYND :Björn Traustason
MYND :Björn Traustason

Góður andi ríkti á fræðslufundi ADHD samtakanna í húsakynnum Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ í gærkvöld. Efnt var til fundarins í samstarfi við Reykjanesapótek og bæjaryfirvöld. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari fjölluðu þar um ADHD og lyf.

Svo vel þótti takast til að ákveðið hefur verið að efna fljótlega til annars fræðslufundar í Reykjanesbæ. Tímasetning liggur ekki fyrir en umfjöllunarefnið verður væntanlega málefni ungs fólks með ADHD.

Vlhjálmur Hjálmarsson og Elín Hrefna Garðarsdóttir fluttu Suðurnesjamönnum fyrirlestur um ADHD og lyf og svöruðu spurningum um málefnið.

 

Senda póst til ADHD samtakanna