Fundur fólksins - BEIN ÚTSENDING

Fundur fólksins hefst í dag, fimmtudag en um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Hátíðin er vettvangur til fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra.

Rætt verður um pólitíska hugmyndafræði á annan hátt en færi gefst í pólitísku þrasi hversdagsins.

Dagskráin saman stendur af atriðum meðal annars frá:
• Öllum stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi
• Stjórnarskrárfélaginu
• Rannsóknarmiðstöð ferðamála
• Samtökum atvinnulífsins
• Almannaheill
• UNICEF
• Landvernd
• ASÍ - Starfsgreinasambandinu

Dagskrá fimmtudags 11.júní            Dagskrá föstudags 12.júní            Dagskrá laugardags 13.júní


Fundur Fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Ísland en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri á öllum hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu.

Aðstandendur:

  • Norræna húsið
  • Norðurlönd í fókus
  • Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands
  • Almannaheill
  • Reykjavíkurborg
  • og samstarfsráðherra Norðurlanda