Fyrsti spjallfundur ársins í kvöld - ADHD og unglingar

Spjallfundir ADHD hefjast nú á ný. Fyrsti spjallfundurinn verður í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar 2017 að Háaleitisbraut 13 og hefst hann kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og forráðamönnum og er yfirskrift hans "ADHD og unglingar". Umsjónarmaður fundarins er Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.