Fara í efni  

Fyrsti spjallfundur haustsins á Norðurlandinu þann 14. september - HJÁLP! maki minn er með ADHD!?

þann 14. september næstkomandi verður fyrsti spjallfundur haustsins hjá ADHD Norðurlandi.

Elín H. Hinriksdóttir fer hér yfir leiðir til að þrauka sambúð með maka með ADHD :) Þeir eru yndislegir, en rosalega óskipulagðir, jesús minn óskipulagið.

Makar og aðstandendur ADHD einstaklinga, komum saman og röntum um ADHD, óskipulag, óstundvísi og svo alla frábæru kostina !

Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann  í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.

Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:00 Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast . Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Norðurland, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast . Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Norðurland, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD