Fyrstu afmælis- endurskinsmerkin til Systkinasmiðjunnar

Elín H. Hinriksdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Elín H. Hinriksdóttir og Vilborg Oddsdóttir

Fyrstu endurskinsmerkin voru afhent Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa fyrir hönd Systkina-smiðjunnar  

Í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna hafa verið gefin út tvenns konar afmælisendurskinsmerki með bráðfyndnum teikningum eftir Hugleik Dagsson þar
sem hann fangar á skemmtilegan máta þann vanda sem fólk með  ADHD stendur stundum frammi fyrir

Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna afhenti Vilborgu Oddsdóttur fyrstu endurskinsmerkin fyrir hönd Systkinasmiðjunnar sem var stofnuð árið 1997. Hugmyndafræðin sem Systkinasmiðjan leggur mikið upp úr er sótt til SibShop sem upprunin er í Bandaríkjunum. Þar er boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Þar eru ýmis verkefni leyst með barnahópnum, rætt er um stöðu þeirra innan fjölskyldannar, skólans, á meðal vina. Lögð er áhersla á að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjá sig á þann hátt sem því hentar best. Lögð er áhersla á börnin hafi gaman og skemmti sér í systkinasmiðjunni ásamt því að tjá tilfinningar sínar og ræða hvernig þau leysa úr erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir meðal annars vegna systkina þeirra sem eru með sérþarfir. Heimasíða Systkinasmiðjunnar er: https://www.systkinasmidjan.com/ 

Endurskinsmerkin seld víða um land dagana 5.-20. október

Endurskinsmerkin kosta 1.000 krónur stykkið og verða seld í KringlunniSmáralindinni nú um helgina og á Akureyri og víða um landið dagana 5.-20. október þá verða þau einnig til sölu hér á heimasíðunni.  Ágóði sölunnar rennur til styrktar ADHD samtökunum.


endurskin


drifaelinvilborg

 

afmæliskaka