Líkt og undanfarin ár mun Vatnaskógur bjóða upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
Skráning hefst á vef KFUM miðvikudaginn 19. mars. Fyrstir koma - fyrstir fá.
Markmiðið með Gauraflokknum er að bjóða þennan hóp drengja velkominn í sumarbúðir í Vatnaskógi þar sem
þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.
Vatnaskógur er frábær staður fyrir kraftmikla og vaska drengi. Þar eru bátar, íþróttahús, fótboltavellir,
frjálsíþróttasvæði, frábærar gönguleiðir, baðströnd, ævintýralegur skógur, bókasafn ofl.
Dagskráin í Vatnaskógi er fjölbreytt og samanstendur af frjálsum dagskrártilboðum, kvöldvökum, kristinni fræðslu, söng, mikilli
útiveru og reglulegum matartímum.