Gleðilegt ár - Spjallfundir að hefjast

ADHD samtökin senda félagsmönnum og landsmönnum öllum óskir um farsæld á nýju ári og þakka hlýhug og stuðning á liðnum árum. Starfið er að komast á fullan snúning, spjallfundir hefjast um miðjan mánuð og námskeið verða auglýst innan tíðar.

Fyrsti spjallfundur ársins verður miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnumbarna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Svefnavandi barna, dagleg rútína".

Umsjón hefur Drífa Björk Guðmundsdóttir.

Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Spjallfundir á vorönn 2018

Senda póst til ADHD samtakanna