Góði hirðirinn afhendir ADHD samtökunum styrk
Árleg jólaúthlutun Góða hirðisins fór fram i dag, en þar veittu ADHD samtökin móttöku fimm hundruð þúsund króna styrk, sem ætlaður er til áframhaldandi útgáfu á fræðslubæklingum ADHD samtakanna.
Rausnarlegur styrkur Góða hirðisins mun gera ADHD samtökunum kleift að ráðast í útgáfu á a.m.k. einum nýjum fræðslubæklingi á þessu ári, en samtals hafa ADHD samtökin gefið út 12 fræðslubæklinga á undanförnum árum, m.a. vegna styrks frá Góða hirðinum.
Fræðslubæklingar ADHD samtakanna fjalla um margbreytilegt líf þeirra sem glíma við ADHD og þau fjölmörgu úrræði sem hægt er að nýta til betra lífs.
Fræðslubæklingarnir standa öllum til boða án endurgjalds, bæði rafrænt hér á vefnum, en einnig á prenti. Einn fræðslubæklingur hefur einnig verið gefinn út á ensku og pólsku.
ADHD samtökin þakka Góða hirðinum og starfsfólki hans, hjartanlega fyrir þeirra rausnarlega framlag til starfsemi samtakanna!