Hinar mörgu hliðar ADHD - fræðslu- og stofnfundur á Ísafirði

ADHD Vestfirðir boða til fræðslu- og stofnfundar á Ísafirði.
ADHD Vestfirðir boða til fræðslu- og stofnfundar á Ísafirði.

ADHD Vestfirðir boðar til fræðslu- og stofnfundar á Ísafirði, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00-22:00 í sal Vesturafl, Suðurgötu 9, Ísafirði.

Hinar mörgu hliðar ADHD

Á þessum stofn- og fræðslufundi fer Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna yfir hin ýmsu verkefni sem ADHD samtökin sinna sem og útibú þeirra. Farið verður yfir hinar ýmsu hliðar ADHD, eins og ADHD lyf, lyf og aðrar meðferðir.
Þessi stofnfundur er tileinkaður íbúum Vestfjarða og nágrennis í þeim tilgangi að virkja grasrótina til að auka aðgengi að fræðslu og stuðning fyrir alla sem þurfa á að halda.

Fundurinn er haldinn kl.20:00-22:00 í húsnæði Vesturafls, Suðurgötu 9, Ísafirði.

Öll velkomin.

Hlekkur að facebook viðburðinum: https://fb.me/e/4W89ALF8Z

Hlekkur til að skrá sig sem félagsmaður: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd