Hljóðbókasafn Íslands hefur gefið út nýja útgáfu af appi. Nýja appið býður upp á mun betri notendaupplifun og er sérstaklega hannað með aðgengi og þægindi í huga.
Í nýja appinu er möguleiki á að nota rafræn skilríki sem lengi hefur verið stefnt að. Viðmótið hefur einnig verið endurhannað til að gera það bæði aðgengilegra og notendavænna, þannig að auðveldara sé að leita að bókum.
Náðu þér í nýja appið fyrir Android og Apple!
Rétt er að taka fram að ekki verður lokað á að fólk geti áfram notað lykilorð enda þótt notkun rafrænna skilríkja verði nú möguleiki. Rafræn skilríki eru mjög góð viðbót en því miður ekki nægjanlega aðgengileg fyrir alla.