Hvað er með þetta ADHD? Fræðsla í tengslum við Sálfræðiþing

Sálfræðingafélags Íslands, stendur í kvöld fyrir opnum fræðslufyrirlestri fyrir almenning undir yfirskriftinni "Hvað er með þetta ADHD?"

Sálfræðingarnir Dagmar Kristín Hannesdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir fjalla um helstu einkenni ADHD hjá börnum og fullorðnum.
Þær munu kynna árangursríkar leiðir, gefa hagnýt ráð sem geta bætt lífsgæði og líðan og leiðbeina um hvert hægt er að leita þegar aðstoðar er þörf.

Dagmar og Sigurlín eru báðar starfandi sálfræðingar með mikla reynslu af starfi með einstaklingum með ADHD, Dagmar með börnum og unglingum og Sigurlín með fullorðnum.

Fundarstjóri verður Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðsla hefst kl. 20 og lýkur kl. 21:30.

Viðburður á facebook


Senda póst til ADHD samtakanna

Vefur Sálfræðingafélags Íslands