Hvað finnst ráðherra viðunandi biðtími?

Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, spyr Kristján Þór Júlíusson, heilbrigiðsráðherra um þann vanda sem við blasir vegna fullorðinna einstaklinga með ADHD. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis hefur áður spurt heilbrigðisráðherra um aðgerðir í þágu einstaklinga með ADHD. Í fyrirspurn þingmannsins eru settar fram fjórar spurningar vegna þeirrar stöðu sem uppi er.

Í fyrsta lagi spyr þingmaðurinn hvort ráðherra sé kunnugt um að fleiri en 600 fullorðnir einstaklingar bíði greiningar og meðferðar vegna athyglisbrests með ofvirkni. Þá er spurt hvað ráðherra telji viðunandi biðtíma eftir greiningu fyrir börn annars vegar og fullorðna hins vegar.

Sigríður Ingibjörg spyr ennfremur hvaða vinna sé í gangi í velferðarráðuneytinu til að bregðast við þeim bráðavanda sem við blasir vegna biðtíma eftir greiningu og meðferð vegna athyglisbrests með ofvirkni hjá fullorðnum.

Síðast en ekki síst er spurt hvaða vinna sé í gangi við að skilgreina betur ferlið frá skimun til endanlegrar greiningar, þ.m.t. verkaskiptingu stofnana, svo að einstaklingar í leit að aðstoð, foreldrar barna eða fullorðnir, þurfi ekki að finna út sjálfir hvar hjálp er að fá og lenda á biðlistum í hverju skrefi.

Fram hefur komið að ríflega 600 einstaklingar, 18 ára og eldri eru á biðlista hjá ADHD teymi Landspítalans og rúmlega 400 börn bíða sömu þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð. Nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að aukafjármunum yrði veitt til ÞHS í því skyni að fækka á biðlistum. Engar slíkar aðgerðir hafa verið kynntar semkoma fullorðnum einstaklingum til góða.

ADHD samtökin hafa ítrekað lýst vilja til að liðsinna ráðherra í leit að hentugum lausnum og hvatt til fjölgunar úrræða, einstaklingum með ADHD til hagsbóta og samfélaginu öllu. Sá vilji er enn og aftur ítrekaður.

Fleiri fréttir um biðlista og greiningar

Börnin látin bíða

Opið bréf til þingmann: Ég er heppinn - Ég var greindur

Börn eiga ekki heima á biðlistum

Ég er líka brjáluð!