Hvað verður um ADHD eftir 67 ára?

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur
Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur
ADHD samtökin og ADHD Vesturland bjóða upp á opinn fræðslufund um eldra fólk og ADHD, fimmdaginn 15. September nk. kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Samfylkingarinnar á Akranesi og er ætlaður öllum sem vilja fræðast um ADHD og efri árin. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við.

Við mælum með þessum opna fyrirlestri, það er aldrei að vita nema að uppgötvir skyndilega að þú sért með ADHD. Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. Skráðu þig á Facebook á viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og fá tilkynningar um viðburðinn hér á Facebook síðu viðburðarinns https://www.facebook.com/events/882672296046341/?ref=newsfeed Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

ADHD Vesturland