Kennaranámskeið nú í fjarbúnaði

Nú getum við boðið kennaranámskeiðið í fjarbúnaði 24. og 25. nóvember n.k. og hvetjum skóla um land allt að nýta sér þetta tækifæri.

Námskeiðið ber yfirskriftina "Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni". Fimm sérfræðingar halda erindi. Þátttökugjald fyrir báða dagana er 14.900 kr.

Fundarstaður í Reykjavík: Endurmenntun Háskóla Íslands.

Dagskrá, skráning og nánari upplýsingar