Konur og ADHD - opinn spjallfundur

Vakning er í umræðunni um konur og ADHD.
Vakning er í umræðunni um konur og ADHD.

Konur og ADHD. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um konur og ADHD, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fólki með ADHD, nánu samferðafólki og öðrum áhugasömum um ADHD.

Á undanförnum árum hafa komið fram sífellt fleiri vísbendingar um að ADHD sé vangreint hjá konum og m.a. vegna mismunandi birtingarmynda og samfélagslegra þátta eins og viðtekinna kynhlutverka, hafi konur með ADHD frekar þurft að glíma við einkenninn ómeðhöndluð - bæði í æsku og á efri árum. Vakning er að verða í þessum efnum um allann heim og mikilvægt að bregðast við, líka hér á landi. Á fundinum munu Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur, stjórnarkonur í ADHD samtökunum segja frá nýjustu rannsóknum í þessum efnum og leiða umræður.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bækling samtakanna og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrá vorannar 2019 hér: Spjallfundir ADHD samtakanna vorið 2019.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.